top of page
Writer's pictureSigríður Rósa Kristjánsdóttir

Cayenne pipar algjör snilld fyrir latan skjaldkirtil og fleira.


Er farin að nota cayenne pipar á flest allan mat hjá mér. Hann rífur vel í og bragð góður fyrir þá sem vilja hafa bragð af matnum. Nota hann mest þegar ég bý til eggjahræru og líka á kjötmeti.


Af hverju er hann svona góður, jú hann eykur brennslu líkamans og hristir upp í efnaskiptum líkamans sérstaklega hjá konum sem eru komnar á breytingaraldurinn.

Hann eykur líka þann góða kost að auka blóðrásina og koma reglu á blóðþrýstinginn. Einnig hefur hann verið notaður við hálsbólgu, gyllinæðina, lið og taugavekjum. Einnig er hann stútfullur af c vítamíni sem hjálpar til við að styrkja ónæmiskerfið og minni líkur af bólgum.


Nokkrir kostir cayenne pipar


1. Eykur framleiðslu munnvatns og örvar framleiðslu magasafa sem flýtir fyir þarmavinnu.

2. Virkar bólgueyðandi og hjálpar til við að eyða bólgum t.d við liðagigt,sykursýki og ýmsa sjálfsofnæmissjúkdóma.

3. Dregur úr hættu á æðakölkun og frábært til að viðhalda mýkt bláæðana.

4. er góður við að hjálpa vanstarfsemi skjaldkirtilsins og örvar efnaskipti líkamans.


Byrjaðu hægt á notkun cayenne pipar og mæli með að nota allavega fjórum sinnum í viku til að finna áhrifin.







86 views

Related Posts

See All

Comentarios


bottom of page