top of page
Writer's pictureSigríður Rósa Kristjánsdóttir

Haustið nota sem upphaf!

Updated: Aug 28, 2023


Oft notaði ég haustið sjálf til að koma mér í gang með heilsuna og rútínuna jafnvel til að stoppa sukkið sem ég hafði "leift mér" um sumarið. Og þá alla þrjá mánuðina júní, júlí og ágúst. Hugsaði æi ég bara tek á þessu í haust......


En þetta er það versta sem við gerum okkur þetta jó jó ástand og vanvirðing við líkamann okkar. Það tók mig tíma að breyta þessu hugarfari og vera í jafnvægi allt árið , líka jólin, páska og sumarið. Og ég er ekki af missa af neinu því auðvita leifi ég mér stundum smá sukk og þá bara í hófi eða minni skammt.


Haustið heillar mig samt alltaf því fæ einhvern svona auka kraft og tilbúin í jafnvel meir rútínu og þá til að prófa eitt og annað. Það sem ég geri reglulega er að prufa eitthvað nýtt sem ég hef jafnvel haldið að væri ekki fyrir mig og þá fussað yfir þessu rugli sem ég er svo að prufa núna og verð ég stundum að játa ég hafði rangt fyrir mér. Það má leiðrétta og hafa húmor fyrir ruglinu í sjálfum sér.


Núna þetta haustið er ég búin að uppgötva nýja leið til að hjálpa mér í baráttunni við þetta svokallaða breytingaskeið og verð að játa það að þetta hafðið ég litla trú á en núna allt komið á fullt og leyfi ykkur að fylgjast með á síðunni minni Hafðu heilsuna með þér í liði!


Og svo er haustið frábært fyrir heilsuferð til Tenerife !

145 views

Related Posts

See All

Comments


bottom of page