Gleðilegt nýtt ár og þetta ár verður sko fullt af jákvæðni, hreyfingu og sjálfs ást, það er allt sem þarf þegar þú vilt taka þig á næsta stig heilsusamlegs lífs.
Það þarf alltaf nóg af jákvæðni svo hlutirnir gangi upp og þig langar að hlaupa af stað í það sem heillar þig mest bæði í hreyfingu sem og bætir sjálfsvirðingu þína.
Ef jákvæðnin er ekki til staðar vantar allt, því það er yndislegt að finna jákvæða strauma og það smitar útfrá sér til fólksins í kringum þig. Þú getur alltaf fundið einn eða fleiri hluti til að vera jákvæð með, besta aðferðin er að hugleiða í 5 mínútur eða skrifa niður í bók sem er á náttborðinu þínu eða bara það sem hentar þér best.
Við erum gerð fyrir hreyfingu svo hún verður að vera til staðar og þá í því formi sem þér finnst gaman, ræktin, sund, skokka eða bara út að ganga. Að hreyfa sig veitir okkur vissa útrás og vellíðan. Þú getur jafnvel dansað í eldhúsinu eða farið í yoga.
Já, allir þurfa sína útrás til að líða vel, líkaminn virki vel og sé sterkur. Það besta við hreyfinguna er svo að við brennum hitaeingum og höldum auka kílóunum af!
Sjálfs ást er líka mikilvæg. Þú verður að elska þig og af einlægni, en hvernig gerum við það?
Með því að virða líkama þinn, hlúa vel að honum og rækta hann.
Líkaminn virkar best þegar við elskum hann, hreyfum hann, borðum holt fyrir hann og hlusum á hann. Til dæmis ef líkaminn er ekki í stuði fyrir hreyfingu dagsins þá má alveg hvíla hann og ef hann er eirðarlaus þá virða það og hreyfa hann…….og ef hann er svangur þá á ekki svelta hann. Ef þú hlustar vel á líkama þinn og elskar þá vinnur hann 100% fyrir þig.
Ekki flókið dæmi, svo settu þig í fyrsta sæti á þessu frábæra ári sem er framundan.
Comments