Fjarþjáflun er ansi margt og ekki bara þjálfun. þetta er einkaþjálfun því þú færð allt hannað að þínum þörfum og markmiðum. Minn markhópur er mest konur og þá er unnið með allskonar markmið til dæmis:
Eftir barnsburð / eftir veikinid / eftir beinbrot / auka kílóin / styrkja sig / eru með latan,dáinn skjaldkirtil / eftir áföll / eftir skilnað / eða bara fá útrás……….og margt fleira.
Það sem ég legg minn metnað í er að hrósa, já við þurfum allar að fá hrós og hvatningu. Eftir hverja æfingu athuga ég hvernig gekk og hvort það sé eitthvað sem má bæta eða breyta jafnvel stytta , lengja eða hvort það gekk bara vel.
Þá koma allskonar svör, einlæg og í algjörum trúnaði. Þá færðu hrós og peppið til að fara sátt inn í daginn. Þar sem ég er markþjálfi líka finnst mér mjög mikilvæg öll samskipti og tilfinningar. Því ef hugurinn er ekki með þá gerast ekki kraftaverkin.
Einnig vita mínir kúnnar að ég er alltaf til staðar og bæði til að færa til æfingar eða bara pælingar sem koma upp í æfingunni eða eftir hana. Jafn vel eru að fara til útlanda og vilja æfingar þar eða upp í sumarbústað jafn vel. Allt gert svo þú náir þínum markmiðum.
Ég er ekki næringar-ráðgjafi en tala af minni reynslu, það sem ég hef prufað og get mælt með. Allir fá frá mér matatillögur og uppskriftir einnig allskonar millimáls hugmyndir. Er með sér facebook hóp sem heitir “Í þjálfun hjá Siggu Kr” og þar set ég inn daglega eitthvað heislutengt efni og hvatningu.
Ég er búin að vera í heilsugeiranum í tæp þrjátíu ár bráðum og byrjað ég 25 ára að taka mig taki eftir barnsburð og þá byrjaði bolltinn að rúlla. Ég átti og rak líkamsræktarstöðina Perlan í 12 ár og hef ekki hætt síðan. Er einnig þolfimi kennari ,spinning kennari, Les Mills kennari, yoga kennari og einkaþjáfari.
Og núna er ég búin að gera rafbókina “Þar sem hugur og likami mætast” og þar er fróðleikur um, andlegu heilsuna, líkamlegu heilsuna og næringuna. Þetta allt þarf að vera í jafnvægi svo líkaminn okkar vinni rétt, einnig að okkur líði vel i líkama og sál
Já Fjarþjáflun er sko miklu meira en bara þjálfun og þú færð þinn þjálfar í símann þinn (app með myndböndum)með þér alla leið í ferlinu að bættri heilsu og vellíðan!
Hafðu heilsuna með þér í liði er mitt mottó í lífinu!
Ég er til staðar ef þig langar að vita meira eða/og bóka þig í fjörið með mér!
コメント