Þau eru nokkur einkennin sem fylgja því þegar hægist á skjaldkirtlinum hjá fólki. Í mínu tilfelli þá fékk ég engan hita eða flensu einkenni með þessu svo því fannst mér ég ekki vera veik og að þetta hlyti að lagast bráðum.
Það að verða veik var að fá hita,beinverki svo í 9 mánuði gerði ég ekkert og hélt að ég væri bara svona vegna mikillar vinnu eða mikið að gera hjá mér.
Þegar ég fór svo loksins að ræða þetta við vini og fjölskyldu, þá var mér bent á að fara í blóðprufu, láta athuga með skjaldkirtillinn og fleira.
Þegar ég fór í blóðprufu þá auðvita kom þetta í ljós að skjaldkirtillinn væri latur og í framhaldi sett á vægan skammt af lyfi til að sjá hvort skjaldkirtillinn tæki við sér og færi í eðlilegt horf aftur. Það tók um 6 mánuði að mæla þetta út og nú er ég á hæsta lyf skammtinum því minn skjaldkirtill er dáin og engin virkni.
Einkenni þegar hægðist á mínum skjaldkirtli
Var alltaf þreytt
var alltaf kalt
Hárlos og missti aðra augnabrúnina
þyngdaraukning þyngdist um 17 kg á 9 mánuðum
Var oft með bjúg á höndum fótum
Neglur brotnuð og þurrkur hjá naglaböndunum
Þurrkur í húð, aðallega hendur og kálfarnir
Þunglyndi
Frá mér til þín, ef þú upplifir eitthvað af þessum einkennum farðu í blóðprufu því þá er líkaminn að segja þér að eitthvað er að og betra að bregðast við fyrr en seinna.
Comments