Árið 2009 greindist ég með latan skjaldkirtil og þá hafði ég enga vitneskju um hvað þetta litla líffæri hafði mikil áhrif á líkamann .Skjaldkirtillinn hefur það mikilvæga hlutverk að stjórna þróun efnaskiptanna, hitastigi líkamans, orkuframleiðslu og kolvetna- og fituefnaskiptum.
Í mínu tilfelli þá greinist ég með mjög latan skjaldkirtil sem þýðir það að hann starfar ekki eins vel og hann ætti að gera þannig að það hægist á efnaskiptunum, t.d orsakar minni fitubrennslu.
Hæg efnaskipti draga verulega úr þreki og geta leitt til alvarlegra veikinda ef ekkert er að gert, einnig haft mikil áhrif á andlega líðan. Fyrir mig var þetta umtalsverð breyting á lífinu að greinast með latan skjaldkirtil en þrátt fyrir minn bakgrunn úr líkamsrækt sem einkaþjálfari, spinning-kennari og yoga-kennari, þá bætti ég á mig um 19 kg á 9 mánuðum.
Lestu meira um mína sögu Hafðu heilsuna með þér: Skjaldkirtillinn hefur það mikilvæga hlutverk að stjórna þróun efnaskiptanna, hitastigi líkamans, orkuframleiðslu og kolvetna- og fituefnaskiptum. Í mínu tilfelli þá greinist ég með mjög latan skjaldkirtil sem þýðir það að hann starfar ekki eins vel og ..
Comments