Af hverju er svefninn svona mikilvægur?
Svefn er öllum mönnum mjög mikilvægur . Í svefni hvílist líkaminn og endurnýjar sig. Taugakerfið endurnærist í svefni og skorti okkur svefn skerðist andleg geta þeirra. Hver og einn ver trúlega um það bil þriðjungi ævinnar sofandi og á þeim tíma er margt og mikið í gangi í líkamanum. Í svefni framleiðir líkaminn til dæmis vaxtarhormón sem meðal annars stýra vexti barna og unglinga og hraðar endurnýjun fruma líkamans hjá þeim sem eldri eru. Það má því segja að góður nætursvefn stuðli að hægari öldrun og vellíðan.
Hvernig getur við þá stjórnað okkar svefni svo við hljótum öll þau gæði sem við viljum og þörnumst?
Auðvita gerist það að við förum seint að sofa og erum með skertan svefn en ef við ætlum að hafa sem mest svefn gæði þá þurfum við eins og börnin að hafa háttatíma á svipuðum tíma. Og já bara rútínu hvenær við ætlum að sofa.
Þið tengið trúleg flest við það að ef við erum svefnlítil þá erum við með allt á hornum okkar, pirruð og leitum í sætindi jafnt sem skyndi orku. Og þá byrjar boltinn að rúlla í slæman ávana. Auka kílóin koma, húðin verður ekki eins góð, samskipti verða ekki uppá sitt besta og engin orka til að njóta þessa að fara í ræktina eða þá hreyfingu sem er ykkur kær.
Viðmið um æskilegan svefntíma eftir aldri ( fengið frá Sjónarhöll.is)
65 og eldri: 7 – 8 klukkutímar18 – 65 ára: 7 – 9 klukkutímar14 – 17 ára: 8 – 10 klukkutímar6 – 13 ára: 9 – 11 klukkutímar3 – 5 ára: 10 – 13 klukkutímar1 – 2 ára: 11 – 14 klukkutímar4 – 11 mánaða: 12 – 15 klukkutímar0 – 3 mánaða: 14 – 17 klukkutímar
Taktu stöðuna á þínum svefngæðum og vertu þinn besti herra með bætt lífsgæði!
Comments