top of page
Writer's pictureSigríður Rósa Kristjánsdóttir

Viltu losa við auka kílóin !!!!!


Hver vill ekki losna við auka kílóin og helst sem hraðast. Núna í byrjun haustsins þá eru ansi margir íslenskir sem erlendir þjálfarar með töfralausnina handa þér. Það sem mér finnst mjög gaman að skoða, lesa og fræðast um þessi fræði, Þá finnst mér líka gaman að prufa á sjálfri mér ( ekki kúrar) og sjá hvað gerist eða hvernig mér líður. Ég er búin að vaxa upp úr öfgunum og halda að auka kílóin fari af á einni viku! Svo breytumst við líka með árunum og nýjar áskoranir koma t.d eftir barnsburð, veikindi eða breytingaraldurinn.


Ég hef sko prufað marga kúrana og fæðubótaefnin sem auglýst hafa verið í gegnum árin og með misjöfnum árangurinn. En eitt áttu þeir samt allt sameiginlegt var það að mér leið alltaf illa á þessum kúrum bæði líkamlega og andlega. T .d var einn kúrinn þannig þú áttir að drekka vatn og pillur einn daginn ,svo mátti þú borða eina máltíð daginn eftir og svona var þetta í mánuð, heilbryggt ....nei!!!


Afhverju sækjumst við alltaf í einhverjar skindi lausnir? Af því við erum svo óþolinmóð að við viljum helst ná árangrinum sem okkur dreymir um á viku!

Kannski ýkt en staðreynd hjá mörgum. Ég hef alveg verið þarna sjálf og náð árangri, en svo er það annað þegar þú nærð árangrinum og það er að halda þeim árangri áfram, það getur sko verið erfiðara en að ná sjálfum árangrinum. Hugsunin "Æi leyfi mér að vera til í dag búin að vera svo dugleg blablabla....


Hin eina sanna lausn er að borða hreint fæði, hollt fæði 80% og 20% sem við förum í eitthvað óhollara, t.d förum í veislur, jól, páskar og fl. Við erum mannleg og getum ekki alltf verið föst í þröngum ramma af fæði eða kúrum. Það er gaman að taka sig á inn á milli og það er bara jákvætt, en flest öll vitum við hvað er hollt og hvað er ekki hollt.

Máltækið "allt er gott í hófi" er mín mantra og búin að læra af reynslunni!!!






238 views

Related Posts

See All

Comments


bottom of page