top of page
Writer's pictureSigríður Rósa Kristjánsdóttir

Virka megrunar kúrar til lengdar?



Það hefur verið mikið rannsakað hvort megrunarkúrar virki eða virki ekki. Flestar niðustöður sýna að megrunarkúrar séu ekki besta leiðin til að léttast og halda þyngdinni í skefjum. Yfirleitt fylgir þeim loforð um að léttast fljótlega og flestir kúrar hjálpa fólki að léttast til að byrja með. En það er yfirleitt mjög erfitt að fylgja svona boðum og bönnum sem fylgja svona kúrum. Flestir verða þreyttir á því, gefast upp og þyngjast aftur um þá þyngd sem var farin og jafnvel eitthvað meira til.



Fyrir utan það að megrunarkúrar virki ekki til langs tíma, þá geta þeir verið mjög óheilbrigðir. Þeir innihalda ekki þau næringarefni sem líkaminn þarfnast. Einnig eykur það líkurnar á gallsteinum að léttast um meira en 1,5 kg á viku. Og ef borðað er minna en 800 hitaeiningar á dag í langan tíma, þá getur það leitt til hjartavandamála.



Rannsóknir benda til að örugg leið til að léttast sé að borða færri hitaeiningar, hreyfa sig meira og halda þyngdartapinu í 0,2-1 kg á viku. Einnig skiptir mjög miklu máli að velja hollan mat, borða minni skammta og hreyfa sig daglega. Þegar þessar venjur hafa orðið að lífsstíl er auðveldara að halda þyngdinni í skefjum. Þessar venjur geta líka lækkað líkurnar á því að þróa hjartasjúkdóma, háþrýsting og sykursýki 2



Hvað getum við þá gert ef flestir kúrar virka ekki?


Við getum borða og nærst á þeim mat, ávöxtum og kryddum sem hjálpa okkur við að vinna með hormónunum okkar og heldur líkamanum alltaf í fullri virkni.

Við getum borðað sem mest af óunnum mat, reyktum mat, djúpsteiktum mat og ekki borðað á hlaupum.

Við getum borðað líka hægar eða passa að gleypa matinn ekki í sig heldur tyggja vel og njóta betur.

Við getum reynt að sleppa að drekka gos , ávaxtasafa með sykri og orkudrykki. Reynt að ná 1 1/2 L af vatni á dag.

Við getum reynt að forðast sem mest af sykri, bakkelsi, sælgæti, og skoða vel innhaldslýsingar á öllu sem við kaupum.


Þú ert við stjórnvöld á þínum líkama og hvernig þú ákveður að næra hann.

Auðvita koma veislur, jól, páskar, sumafrí og þá má….en í hófi!

Ef við borðum 80% hollt og 20% óhollt þá erum við í topp málum!


Ég undirrituð tala af minni reynslu og búin að prufa þá marga kúrana, en það sem heillar mig í dag er að borða sem hollast og á einn nammidag, þá oftast eitthvað matartengt því sykurinn er minn mesti óvinur v/lats-dáinn skjaldkirtils.


Einnig hef ég verið að prufa á mér ýmislegt og lesa mig til með margt sem hjálpar okkur að núllstilla likamann og koma kerfinu í gang á t.d breytingaraldrinum.

Við eigum til svo margt sem er ofurfæða og ofurkrydd notuð frá fornöld má segja og það er sem ég vinn með í dag fyrir mig!

Í lokinn…… passaðu vel upp á líkamann þinn og hann mun launa þér það þúsund fallt til baka!


Smá innsýn í hinn fáránlega heim megrunarkúra (tekið af netinu með hjálp Google)


Greip ávöxturinn greip alla

Þessi kúr þar sem þú borðar greip ávöxt er afar einfaldur. Það sem þú þarft að gera er að borða greip ávöxt fyrir hverja máltíð og samkvæmt öllu áttu að léttast. Hljómar of gott til að vera satt. Smáaletrið sem fylgir þessum kúr hljómar svona: ekki neyta fleiri en 800 hitaeininga á dag. Vá, takk greip ávöxtur...á að reyna að drepa mann.

Barnamatur...já ég veit, barnamatur í krukkum

Þessi kúr er auðvitað bara fyndinn. Frægar leikkonur í henni Hollywood hafa lofa þennan kúr í hástert. Ef þú vilt léttast hratt og mikið þá skaltu bara borða barnamat úr krukkum. Og 600 hitaeiningar á dag? Þær hljóta að liggja í yfirliði þessar konur.

Eplaediks kúrinn

Elpaedik er sagt hraða á brennslunni og draga úr matarlyst. Þeir sem fara þessa leið eiga að taka eina til þrjár teskeiðar af edikinu fyrir hverja máltíð eða millimál. Þessu fylgir hætta, eplaedik er hátt í sýru og pirrar á þér hálsinn ef tekið er of oft. 

Red bull kúrinn

Móðir á Nýja Sjálandi var í örvæntingu sinni að reyna að ná af sér meðgönguþyngdinni og bjó til sinn eigin megrunarkúr. Red bull kúrinn. Í átta mánuði borðaði hún næstum ekkert en drakk 10 til 14 dósir af Red bull yfir daginn. Þessi drykkur er afar hár í koffeini. Henni tókst að létta sig ansi mikið en hún fékk hjartaáfall og enn þann dag í dag þjáist hún af miklum krömpum og kvíðaköstum. Ætli þetta hafi verið þess virði?

Ís kúrinn

Ísbúð í Kaliforníu fór að bjóða upp á fjögurra daga ís hreinsun. Já þú last rétt, ekkert nema ís til að hreinsa líkamann. Ok, það er gaman að borða ekkert nema ís alla daga en er það hollt? Nei alls ekki. Þig vantar öll önnur næringarefni og þetta endar bara með ósköpum og magapínu.

Mig langaði bara að sýna ykkur lesendum að skyndilausnir eru ekki til. Svona stórhættulegir megrunarkúrar eiga bara ekki rétt á sér. Þú ert að ganga á forða líkamans og gætir, eins og sumir, endað á spítala.

Heilbrigður lífsstíll, hreyfing og rétt mataræði er það sem virkar! 


54 views

Related Posts

See All

Comments


bottom of page