top of page
Writer's pictureSigríður Rósa Kristjánsdóttir

Áttu langþráðan draum ?


Það eiga allir einhvern draum og misjafnt hvað okkur dreymir um að gera, fá eða njóta. Minn draumur frá því ég var 25 ára var að flytja til spánar og þá Benidorm því þaðan á ég margar góðar minningar frá því ég var krakki.


Hvernig getum við svo látið drauminn rætast. Erum flest okkar föst í rútínu sem er okkar öryggi og því látum við ekki verða að því nema við þorum að hoppa úr þægindarrammanum og prufa nýtt ævintýri.


Það sem varð til þessa að ég lét þennan draum rætast var eiginlega dóttir mín sem var með mér á spáni þegar ég bar þetta undir hana eða sagði " vá hvað mig langar til að búa hér" og þá var ekki aftur snúið. Hún sýndi mér excel skjal sem við fylltum út saman að þetta væri sko vel geranlegt og nú sest þú við tölvuna mamma og pannta miðan til spánar! Já og ég hugsaði þá, get alltaf breytt honum ef.....



Í dag bý ég á Benidorm og búin að vera hér í 7 mánuði. Minn flutningur gekk vonum framar og átti ég góða að hér á spáni sem hjálpuðu mér fyrstu skrefin. Búin að fá íbúð sem er 55 fm, aðlagast menningunni, fann líkamsræktarstöð og já búin að eignast vini hér. Nú er stefnan sett á að læra málið. Á það gott að vinna "online " eins og sagt er, með fjarþjálfun , markþjalfun, heilsuferðir á spáni og aðstoðaði sem fararstjóri í sumar.



Það sem hjálpaði mér líka að komast þar sem ég er í dag, er markþjálfunar námið mitt. Að opna á drauma heiminn minn og sjá sjálf lausnirnar.

Kafa langt inn og finna svörin. Markþjálfun er mögnuð aðferðafræði sem notuð er við að hjálpa marksækjanda að kafa dýpra og finna sín svör. Markþjálfinn kann að hlusta og spyrja krefjandi spurningar sem hjálpa marksækjandanum að kafa dýpra.

Ef þú átt draum og langar að kafa dýrpar þá býð ég upp á markþjálfunar tíma.

Og auðvita í boði kynningar tími í 30 mín.

Láttu þinn draum rætast hve stór sem hann er eða lítill.


79 views

Comments


bottom of page