Ég tel mig vera mjög hrausta og verð svo til aldrei veik. Reyni að borða hollt og hreyfi mig allavega 5 sinnum í vikur fyrir utan göngutúrana mína.
En það gerðist fyrir mig að heilsan hrundi og núna 4 vikum síðar er ég enn bara með 70% styrk og úthald. Matarlistin fór og er núna í algjöru rugli en vinn í því að koma mér aftur í rútínuna mína en sumt sem var gott get ég bara ekki hugsað mér að borða í dag.
Heilsan er sko ekki sjálfsagður hlutur lengur í mínum huga. Átti ekki von á því að enda með sjúkrabíl á spítala og vera þar í heila viku. Fékk sýkingu í blóð og nýra, en var með 40 stiga hita í 5 daga áður en ég kom til Íslands og hélt ég að þetta væri bara flensan, ætlaði sko að harka hana af mér og verslaði mér hitalækkandi töflur sem virkuð bara ekkert á mig. Var svo búin að vera á Íslandi í sólarhring þegar ég endanlega krassaði og sjúkrabíll kom og náði í mig.
Minn lærdómur er sá að hlusta alltaf á líkamann og ekki hunsa einkennin sem geta komið, og halda bara að þetta lagist á sjálfum sér. Annað sem ég er að læra núna er þolinmæði og leyfa líkamanum að jafna sig. Vildi bara ná mér
strax, vera með sömu þyngdir í lyftingunum eða hjóla/labba eins og ég gat.
þegar ég lít til baka núna þá geri ég mér grein fyrir því hvað ég var virkilega mikið veik. Hef aldrei upplifað eins mikin vanmátt í veikindum eins og þarna. En með frábæra hjálp lækna og hjúkrunarfólks þá náði mér mér til baka.
Það sem mig langar að deila með þér lesandi góður er að þú sem manneskja passar vel upp á þína heilsu og hlustir vel á þinn líkama.
Því hugsunin "það kemur ekki fyrir mig" er ansi oft í okkar huga, en það getur verið þú næst og ekki hunsa ný öðruvísi einkenni sem þú þekkir ekki.
Ég ætla gefa mér tíma til að ná minni heilsu aftur, hætta að vera minn versti, strangasti og óþolinmóðasti herra!
Comments