top of page
Writer's pictureSigríður Rósa Kristjánsdóttir

Í kjólinn fyrir jólinn.


Þessi setning í kjólinn fyrir jólin er enn að heyrast og margir sem telja sig eiga töfralausnina til að ná nokkrum kílóum af fyrir jólin,svo þau geti leift sér að vera “til” eins og sagt er stundum.

Já var alveg í þessum pælingum einu sinni, en í dag er ég í jafnvægi og kann mín takmörk.


Þegar desember byrjar þá eru það allskonar hillingar sem eru í boði t.d jólakökur, jólahlaðborð, jóla nammi, jólapate, jólaöl, og allskonar matur sem er tengdur við jólin.

Og hvernig eigum við að komast í gegnum desember án þess að fallast í freistingar?


Mín lausn er sú að leyfa mér allt í hófi, skipuleggja og ekki leyfa mér alla dagana i desember, einnig að bæta smá við æfingarnar mínar.

Þetta getur verið mörgum mjög erfitt og skil ég það mjög vel. Ef þú ert með skipulag og setur inn á dagatalið þitt hvenær þú ætlar að leyfa þér að njóta jólakræsingar, þá er auðveldara að halda sig frá jóla-freistingunum og njóta þegar þú átt þinn dag sem þú ert þegar búin að velja þér.


Mín skilaboð til þín eru: njóttu í hófi og skipulagðu þinn desember, ekkert leiðinlegra en boð og bönn!


53 views

Related Posts

See All

Comments


bottom of page