Heilsuferðin næsta er til Albir á Spáni og sú ferð er fyrir konur á öllum aldri. Það sem þú gerir er að virkja hugan jafnt við líkamann þinn. Í þessar ferð verður markþjálfun, sjálfsmatið styrkt, yoga , líkamsbeyting, gönguferðir, breytingaraldurinn og fleira skemmtilegt.
Ef hugurinn er með þér í liði þá gerast hlutirnir, hvað er þitt markmið og þín útgáfa af betri lífsgæðum?
Allt sem fær þig til að vera sterkari einstaklingur og til að njóta lífsins í botn á öllum stigum ævinar. Allir fá rafbókina “þar sem hugur og líkami nætast”.
Það sem þú færð svo með þér heim úr ferðinni er ný innsýn á þitt líf. Hverju þú vilt forgangsraða hjá þér, hvaða hreyfing hentar þér (True Coach appið), matartillögur og því öflugra mataræði sem hentar þér. Breytingaraldurinn fær nýja nálgun og þú verður Öflugasta útgáfan af sjálfri þér!
Í stuttu máli ….sjálfsást og vera sýnileg!
Verðum á Albir Playa hótelinu og verðið er 179,900 á mann miða við 2 saman í herbergi.
allar upplýsingar eru veittar í síma 5789888 eða á netsíðunni hjá Visitor
Mörg stéttarfélög styrkja ferðina svo endilega athugaðu með þitt félag.
Takmarkaður fjöldi í þessa ferð svo ekki bíða lengur og komdu með til ALbir.
Comments